Dvergar
![](http://imgsrc.baidu.com/forum/w%3D580/sign=0314669d1e178a82ce3c7fa8c602737f/dd68312ac65c1038d2715293b2119313b07e8908.jpg)
Ætla að henda inn einni grein um dverga, sem ég gerði einhvertíman í páskafríinu.
Dvergar eru eins og flestir ættu að vita, litlir og búa í fjöllum. Dvergar voru skapaðir af Aulë, og voru þeir gerðir líkamlega sterkir, svo þeir gætu barist gegn árásum Morgoths. Dvergarnir lifa lengur en mennirnir, og geta haldið hungrinu í sér lengur en flest aðrir kynþættir, en flestir dvergar lifa í u.þ.b. 250 ár.
Þeir voru líkastir mönnum, nema bara miklu minni en þeir og með mjög mikið hár og skegg. Sum ykkar gætu verið að velta því fyrir sér hvernig kvenkynsdvergarnir væru, hvort þær væru bara litlar með ekkert skegg en mikið hár, feitar, mjóar o.s.frv. en þær voru líkar karlkynsdvergunum nema bara með minna skegg og töluðu öðruvísi.
Dvergarnir voru miklir námumenn og fundu þeir einmitt upp míþrílina í námum Moría. Þess má til gamans geta að dvergarnir smíðuðu einmitt Narsíl, sverð meistara Elendil, sem seinna gekk til Aragorns. Eftir hringjarstríðið endurbyggðu dvergar veggi Minas Tirith og Hjálmsdýpi.